AF ÞVÍ AÐ ÞÚ VILT ÞAÐ
„Calm down, Miss San Francisco," sagði djúpraddaði maðurinn og teygði sig í pilluglasið.
Var lengi að bjástra við lokið, blótaði nokkuð og svitadroparnir á enninu runnu niður andlitið. Að lokum tókst honum að opna glasið. Renndi niður tveimur pillum með viskíi, Jameson.
„Þetta er allt að koma," sagði hann við stúlkuna sem bar með sér yfirbragð vonleysis.
En það var samt von að finna í rödd hennar, og líf. „Þú ert bara lygari, dópisti og aumingi, líka helvítis fyllibytta. Nenni ekki að hanga með þér lengur, ég veit ekki hvað ég hef verið að hugsa, hvað ég er að hugsa."
Hún stóð upp, ræskti sig og hrækti svo á djúpraddaða manninn, sem sýndi engin viðbrögð. Beið bara eftir að pillurnar næðu fullri virkun. Þá ætlaði hann að gera eitthvað.
Ískaldur sagði hann þó lágri röddu: „Þú getur ekkert. Ekki án mín. Þú ert ekkert án mín. Ég held þér uppi því þú nennir ekki að vinna og þú nennir ekki að vinna af því að ég held þér uppi."
Stúlkan, sem í þessum töluðum orðum var á leið út af hótelherbergi þeirra, staldraði við.
„Af hverju þarftu að segja svona? Af hverju ertu svona vondur við mig? Hvað hef ég gert þér?"
Djúpraddaði maðurinn leit í átt til hennar, óræður á svip, og sagði: „Af því að þú vilt það."
Stúlkan lokaði hurðinni. Dró andann djúpt og gekk svo að djúpraddaða manninum og sagði lágum rómi: „Fyrirgefðu."
Séð og Heyrt (26. tbl. - 2009)
„Calm down, Miss San Francisco," sagði djúpraddaði maðurinn og teygði sig í pilluglasið.
Var lengi að bjástra við lokið, blótaði nokkuð og svitadroparnir á enninu runnu niður andlitið. Að lokum tókst honum að opna glasið. Renndi niður tveimur pillum með viskíi, Jameson.
„Þetta er allt að koma," sagði hann við stúlkuna sem bar með sér yfirbragð vonleysis.
En það var samt von að finna í rödd hennar, og líf. „Þú ert bara lygari, dópisti og aumingi, líka helvítis fyllibytta. Nenni ekki að hanga með þér lengur, ég veit ekki hvað ég hef verið að hugsa, hvað ég er að hugsa."
Hún stóð upp, ræskti sig og hrækti svo á djúpraddaða manninn, sem sýndi engin viðbrögð. Beið bara eftir að pillurnar næðu fullri virkun. Þá ætlaði hann að gera eitthvað.
Ískaldur sagði hann þó lágri röddu: „Þú getur ekkert. Ekki án mín. Þú ert ekkert án mín. Ég held þér uppi því þú nennir ekki að vinna og þú nennir ekki að vinna af því að ég held þér uppi."
Stúlkan, sem í þessum töluðum orðum var á leið út af hótelherbergi þeirra, staldraði við.
„Af hverju þarftu að segja svona? Af hverju ertu svona vondur við mig? Hvað hef ég gert þér?"
Djúpraddaði maðurinn leit í átt til hennar, óræður á svip, og sagði: „Af því að þú vilt það."
Stúlkan lokaði hurðinni. Dró andann djúpt og gekk svo að djúpraddaða manninum og sagði lágum rómi: „Fyrirgefðu."
Séð og Heyrt (26. tbl. - 2009)