Langar að fá mér gönguferð út í sjoppu og kaupa hauskúpur og stjörnur
Verð stundum fyrir vonbrigðum með hversu fáar hauskúpur ég fæ og stjörnur
Kvarta í hljóði, er of kurteis og meðvirkur til að gera athugasemd
Geng síðan heim á leið og skoða grasið á leiðinni og malbikið
Grasið heldur sínu en malbikið lætur á sjá
Ríf hauskúpurnar í mig af miklum móð og hakka í mig stjörnurnar líkt og jörðin sé sú eina í alheimi og vetrarbrautin sé alveg að fara að útskrifast
Sofna svo glaður, en tannburstaði mig reyndar áður, því það er svo mikill sykur í hauskúpum og stjörnum
Sofið rótt, félagar mínir, vinir mínir, það er ekki komið að því að þið þurfið að flýja þennan bæ
Í næstu viku birtir til með viðeigandi hátíðarhöldum og allir kveikja á blysum, neyðarblysum
Sjáumst þá
1 ummæli:
Já, við sjáumst í hátíðahöldunum. Þótt malbikið láti á sjá skulum við horfa á gangstéttina, en gangstéttin fyrir framan búðina sem selur hauskúpur og stjörnur er haldbetri en mynd úr eir, enda steypt úr gegnheilum völum sem slípuðust í hafinu um árhundruða skeið. Þetta er sama gangstéttin og ég hjólaði eftir þegar ég fór og keypti mér kók í gleri sem þá kostaði 40 íslenskar krónur. Trú mín er, að gangstéttin muni endast jafnlengi og þessi vetrarbraut.
Skrifa ummæli