laugardagur, 22. nóvember 2008
Laufblöð
Prinsessa, þú frelsaðir mig ekki þegar ég bað þig um það. Prinsessa, af hverju ekki? Geturðu svarað. Ég get svarað. Vil það ekki. Hugsanirnar féllu líkt og laufblöð af trjánum í október en ég náði hins vegar að koma í veg fyrir að þær fykju burt. Negldi þær niður á spýtu sem ég fann í gjótunni við húsið mitt. Naglana keypti ég í Byko fyrir löngu síðan. Þessi spýta verður haldreipi mitt á næstunni enda þarf ég að komast út úr þungum hugsunum. Viltu koma með mér prinsessa? Ég er búinn fylla tankinn og brauðristin er í skottinu en samlokugrillið er hætt að virka. Viltu koma með mér í ferðalag þar sem enginn sérstakur áfangastaður er í sigtinu - þar sem nestið er af skornum skammti og loforðin engin? Það gæti verið gaman. Ég vil hafa þig með mér.
miðvikudagur, 19. nóvember 2008
laugardagur, 15. nóvember 2008
þriðjudagur, 11. nóvember 2008
sunnudagur, 2. nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)