laugardagur, 27. september 2008

Nostalgía


Upprifjun minninga styrkir vinabönd. Held ég. Tilfinning. Að hugsa hlýlega til einhvers sem maður hittir ekki oft í dag, einhvern sem maður var kannski með í bekk, vinur. Hugsar til hans til dæmis þegar maður heyrir lag sem maður hefur ekki heyrt lengi. Hlýjar hugsanir skila sér. Líka hinar hugsanirnar. Þessar hlýju vil ég, taka við og gefa. Skrýtið hvernig maður fær stundum nostalgíufiðring í magann; fiðrildi. Veit ekki hvort maður er glaður eða dapur. Er bæði á sama tíma. Dettur inní gamla tíma - sér þá ljóslifandi fyrir sér - upplifir þá að nýju. En bara í huganum, langar að endurupplifa að öllu leyti en getur ekki nema að takmörkuðu leyti, og þá kemur ákveðinn sársauki, stingur í magann. Þetta er búið og kemur ekki aftur, og auðvitað veit maður að svoleiðis verður það að vera. Annars verður stöðnun viðvarandi ástand. Held að þegar til kastanna kæmi vildi enginn vera alltaf ungur né lifa að eilífu. En það er bara eitthvað svo sérstakt við það að rifja upp gamla tíma - eitthvað svo mannlegt, minningar sem ylja, sem kalla fram eftirsjá, sársauka, en líka gleði og tilhlökkun og óútskýranlega endurnýjun.

miðvikudagur, 24. september 2008

Þá, í raun í miðju samtali, hóf hann að semja ljóð


Veran stígur upp úr baðkerinu og sveipar sig handklæði sem farið er að slitna all verulega. Utan á handklæðinu er Íþróttaálfurinn. Veran nuddast utan í Íþróttaálfinn og hvorugt er ósátt. Veran setur af stað tvær vélar - ekki úr framtíðinni né núinu. Uppþvottavélin malar sem köttur á heitri verönd með rjóma í skál og ýsubita á disk og þvottavélin burrar sem nýbónaður bíll af Mözdu-gerð. Veran er sátt við dagsverkið, vill samt ekki hugsa mikið, það enda skiljanlegt eftir að hafa hringt í fjölda annarra vera og spurt þær hvort þær séu að skilja við maka sína. En hugsanirnar fara þó á flakk þegar Crimson & Clover byrjar að hljóma í tölvunni. Og ímynduð gítargeta gerir vart við sem sem og ímynduð bassageta. Veran veit þó sem er að hún hefði orðið ágæt sem trommuleikari. Bryan Ferry hefur upp raust sína við undirleik sinna manna í Roxy Music, lagið er Oh Yeah. Rigningu síðustu daga teygar Veran nú í einum stút og hellir síðan undanrennu og sykri út í skálina sem er full kornflexi. Kaffi eftir rúmlega tíu tíma eða svo. Og auðvitað þvottapokinn með volga/heita vatninu

þriðjudagur, 23. september 2008

Melchior







Alan, hvar má sjá nú, hver þú varst og hvað þú vildir?

Þú leyndir því svo lengi í huga þér.

Alan, enginn veit nú hvað þú hélst og hvort þú skildir að í orðum oft svo lítil alvara er.

Ps: Ég vil eiga stafrænt Silfurgrænt Ilmvatn. Ég á það öðruvísi.

sunnudagur, 21. september 2008

Skemmtilegur


"Þú breytist þegar þú rakar þig. Þá þekki ég þig ekki. Þá ertu eins og gamall maður."


Sagði Valur Áki við pabba sinn, 21. september 2008.

föstudagur, 12. september 2008

Svo voru það Tindersticks...



Þvílíkir tónleikar hjá þessari frábæru hljómsveit

Þvílíkir tónleikar hjá þessari frábæru hljómsveit