miðvikudagur, 30. september 2020

Vinur minn eignast Dreka


Vinur minn eignast Dreka og einhverjir karakterar sem getur varla liðið vel eða lifað innihaldsríku lífi agnúast út í skúringar heima hjá mér. Veðrið er æðislegt, ég hlusta á REM og skrifa viðtal við frábæran mann auk þess að knúsa mína frábæru fjölskyldu með minna en þriggja mínútna millibili.


sunnudagur, 13. september 2020

talandi brjóstsykurinn

"Þú slappst úr umbúðunum, þú verður ekki étinn," sagði alvitri sögumaðurinn með sinni dimmu röddu. "Já, það er rétt hjá þér, hjúkk," sagði talandi brjóstsykurinn og velti sér um á skítugu bílgólfinu rétt við kúplinguna. Það mátti greina létti í röddu hans sem var í skrækari kantinum.