Hann stimplaði sig inn. Fannst lyktin skrýtin.
"Það er loksins búið að kaupa nýtt lyktarsprey", heyrði hann kallað úr eldhúsinu.
Hann andaði léttar - nýjar og skrýtnar lyktir vöktu alltaf með honum grun um að rok og rigning myndu ráða ríkjum í veðrinu næstu misserin. Nú vissi hann að þetta yrði góður dagur - mögulega nokkrir góðir dagar framundan og að hann þyrfti ekki að kaupa sér ljósakort eða vikuferð til Króatíu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli