stoppaðu fuglana
hringdu í félagsmálayfirvöld
kvartaðu undan lélegu malbiki
og ekki gleyma sandölunum
ég býð þér ekki aftur samloku
aldrei aftur
ætla ég að treysta því að hrifningarvíman vari lengur en sem nemur hugsunarhætti annars eða hins aðilans
sem báðir hófu háskólanám í haust
1 ummæli:
Sé nú ekki hvaða ábyrgð fuglarnir eiga að bera á malbikinu, ef þú varst að gefa það í skyn, annar þeirra flaug inn úr nóttinni einhvern tímann í fjarlægri fortíð, var það ekki í apríl 2007? Mig dreymir stundum þann fugl.
Lítil hætta á að ég gleymi sandölunum, þótt ekki séu þeir jafnflottir og sandalar kollega míns af geðdeildinni, hitti hann um daginn þar sem hann gekk um miðborgina með poka frá Cintamani í hendi. Vakti það hrópandi athygli mína þar sem kappinn atarna er ekki vanur að splæsa í merki, svo ég spurði hvort eitthvað hefði breyst. Í pokanum voru spánýir sandalar sem kostuðu 15 þúsund krónur. Þessu ætlaði ég ekki að trúa og heimtaði skýringu sem varð til þess að piltur tjáði mér að við skókaupin hefði hann framreitt inneignarnótu frá félagi landvarða sem skaffa 15 þús krónur til skókaupa yfir sumarið. Inneignarnótan rann út í lok mánaðar svo það var töluvert möst að nýta hana.
Hinn fuglinn hóf háskólanám í haust en er að spá í að hætta, hann passar ekki inn í boxið eins og við hin.
Skrifa ummæli