laugardagur, 28. janúar 2012

barbara carrera - a poem


af hverju ertu svona dökkhærð, barbara carrera?

hver gerði þig svona fallega og kynæsandi?

ég skal lofa að hætta að hugsa um þig og gúggla þig

ef þú hittir mig einu sinni

(fyrir utan hugann)

og útskýrir málið fyrir mér

þú ert bond-stelpan mín að eilífu og engin kemst nálægt þér í fegurð og þokka, og illsku

svo málarðu flottar myndir

en áttu nokkuð ennþá heima í Nicaragua?

langar að koma þangað og hitta þig og tala um sean connery

svo ætla ég að kyssa þig

1 ummæli:

Barbara Carrera sagði...

Sæll Svanur. Þessu er nú auðsvarað með hárið. Í hári mínu er mikið magn eumelaníns, sem gerir fólk dökkhært. Slíkt er algengt á suðrænum slóðum, t.d. í Nicaragua, þar sem ég bý enn þá. Mér leiddist Hollywood, svo ég flutti heim, nú rek ég mína eigin skóbúð þar sem ég sel eigin hönnun. Hver það var sem skapaði mig eins og ég er, því get ég ekki svarað, held þó að það hafi einfaldlega verið Señor dios del universo. Kíktu endilega í heimsókn til mín við tækifæri en hlífðu mér við Sean Connery, mér fannst hann alltaf sjálfhverfur leiðindagaur. kveðja, Barbara