föstudagur, 18. nóvember 2011
Eir-kvót 17
Mundi allt í einu eftir þessu Eir-kvóti - og þá er auðvitað skellt í færslu ...
"Over my dead body."
Eir í símtali við vinkonu fyrrum fegurðardrottningar sem var að fara að giftast fótboltakappa utan af landi. Held þau séu að skilja núna og í forræðisdeilu. Fegurðardrottningin lét vinkonuna hringja í Eir og bjóða honum að fá leyfi til að senda ljósmyndara og taka myndir annaðhvort í kirkjunni eða fyrir utan, eða bæði, gegn greiðslu. "Over my dead body," var svarið sem hún fékk. Og gerði þetta svar góðan dag enn betri. Í framhaldinu tók fegurðardrottningin (og kannski fótboltakappinn) upp á því að fá einhverja gaura til að skýla verðandi fyrrum hjónunum með regnhlífum gegn ljósmyndurum - og er það ein hlægilegasta uppákoma síðari ára á Íslandi, og af nógu er af taka í þeim efnum. Góðar stundir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli