þriðjudagur, 29. nóvember 2011
Leiðari Eiríks Jónssonar sem hann birti aldrei á dv.is
Hér á eftir fer eini leiðarinn sem Eiríkur Jónsson skrifaði í Séð & Heyrt án þess að birta á bloggi sínu á dv.is, þ.e.a.s. eftir að hann hóf að skrifa þar. Hvers vegna þessi birtist ekki er e.t.v. hulin ráðgáta - e.t.v. ekki. En góður er leiðarinn.
SAMHENGI HLUTANNA!
Eftir erfiðan dag í vinnunni og svolítinn skammt af sjálfsvorkunn er fátt betra eða skynsamlegra en að sjá hlutina í stærra samhengi.
Eftir allar fréttirnar um atvinnuleysið hér á landi, verðhækkanirnar og fjármálasukk útrásarvíkinga er gott að ferðast í huganum og staðsetja sjálfan sig í afrísku þorpi þar sem ekkert er um rennandi vatn og hungursneið og dauði virðist alltumlykjandi. Þar sem mæður horfa upp á börnin sín vitstola af sulti og geta ekkert að gert til að koma í veg fyrir að þau deyi í örmum sínum.
Ef það dugar ekki til að ná áttum er gott að taka hugarflug til Afganistan og horfa á konu kaghýdda og svo grafna upp að hálsi og grýtta til bana vegna ákæru um hórdóm.
Svo er hægt að sjá fyrir sér lítil börn í þrælavinnu og velta því um leið fyrir sér hvort það geti virkilega verið satt að allir fæðist jafnir inn í þennan heim.
Það er margt að í íslensku samfélagi en þar er líka margt gott að finna. Það skynjum við einna best með því að taka áðurnefnt hugarflug og hugsa um hversu mikið óréttlæti og hversu mikla vanlíðan er víða að finna í heiminum.
Þegar hlutirnir eru skoðaðir í stærra samhengi er ekki ólíklegt að við getum prísað okkur sæl að búa hér á landi, þrátt fyrir ónýta stjórnmálamenn, siðlausa bankadólga og skringilegt veðurfar.
Eiríkur Jónsson
(Séð & Heyrt, 2010, 38. tbl.)
sunnudagur, 27. nóvember 2011
föstudagur, 18. nóvember 2011
Eir-kvót 17
Mundi allt í einu eftir þessu Eir-kvóti - og þá er auðvitað skellt í færslu ...
"Over my dead body."
Eir í símtali við vinkonu fyrrum fegurðardrottningar sem var að fara að giftast fótboltakappa utan af landi. Held þau séu að skilja núna og í forræðisdeilu. Fegurðardrottningin lét vinkonuna hringja í Eir og bjóða honum að fá leyfi til að senda ljósmyndara og taka myndir annaðhvort í kirkjunni eða fyrir utan, eða bæði, gegn greiðslu. "Over my dead body," var svarið sem hún fékk. Og gerði þetta svar góðan dag enn betri. Í framhaldinu tók fegurðardrottningin (og kannski fótboltakappinn) upp á því að fá einhverja gaura til að skýla verðandi fyrrum hjónunum með regnhlífum gegn ljósmyndurum - og er það ein hlægilegasta uppákoma síðari ára á Íslandi, og af nógu er af taka í þeim efnum. Góðar stundir.
miðvikudagur, 16. nóvember 2011
fimmtudagur, 10. nóvember 2011
miðvikudagur, 9. nóvember 2011
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)