föstudagur, 5. nóvember 2010

Club Tropicana


Langar að blogga en get það ekki, en auðvitað get ég það líkt og skúffuskáldið getur gefið út skáldsögu eða smásagnasafn eða ljóðabók. En samt er eitthvað sem stoppar mig en það er ekki Þórður Kakali - hann tel ég mestan stjórnanda eða leiðtoga sem við Íslendingar höfum átt, og enginn nema Jón Gnarr sem gæti átt möguleika í hann. Hins vegar vildi Jón komast til valda en Þórður ekki, en það þarf ekki að segja allt. Best er auðvitað að fá til valda fólk sem raunverulega vill ekki komast til valda, samanber Þórð. En Jón Gnarr vildi komast til valda og lái ég honum það ekki - ástandið var að mörgu leyti verra en á Sturlungaöld - um það sá Sjálfstæðisflokkurinn með dyggri aðstoð Framsóknarflokksins. Hryllingur. En framundan eru betri tímar með Jón Gnarr. Svo kemur eitthvað svipað afl og Besti flokkurinn í kosningunum þegar Jóhanna fer frá völdum. Það er pottþétt.

Engin ummæli: