þriðjudagur, 29. desember 2009

Tungumál


"Þeir sem eru góðir tungumálamenn hafa yfirleitt ekkert að segja."

(Stanislas Mihic, við afhjúpun minnismerkis um Dimitar Jankovic)

sunnudagur, 27. desember 2009

Pabbar


Biðin var löng og ströng. Bátarnir þó löngu hættir að liggja við kæjann, en then something went wrong for Fay Wray and King Kong, og ég fékk brjóstsviða en átti ekki Nexium.

Geta pabbar lesið bækur?

1987


Sá oft fyrir mér að ýmislegt myndi koma upp í hendurnar á mér, og oft eitthvað annað sem ég reiknaði ekki með að kæmi upp í hendurnar á mér.

Svo fékk ég rakspíra í jólagjöf árið 1987 og þá breyttist allt.

Verbúðardraumar


Þegar ég hugsa til baka sé ég alltaf eftir því að hafa aldrei verið á verbúð.

Við stýri sá ég


Ekki vildi ég hafa staðið í þessum fótsporum; að bíða í draumi eftir strætó sem alltaf sást koma en skilaði sér aldrei við stoppistöðina.

Vildi miklu fremur hafa verið við stýrið á strætónum.

Fann mig aldrei í myndlist vegna skorts á hæfileikum.

laugardagur, 26. desember 2009

Útópía


Þegar ég gekk út úr tandurhreinu eldhúsinu fékk ég það á tilfinninguna að ég hefði misst af þætti um útópískar bókmenntir.

Næst þegar ég skyldi þrífa eldhúsið ætlaði ég ekki að missa af þeim þætti.

Það er alveg á hreinu.

Á botninn hvolft


Þegar ekkert annað var eftir, sá ég mér ekki annað fært en að festa upp hilluna og mála stigaganginn.

Það var einhvernveginn við hæfi þá stundina, frekar en að setja í þvottavél, en það er þó öllu skemmtilegra og meira gefandi .

Það er ekki á allt kosið.

sunnudagur, 20. desember 2009

Á móti samkynhneigðum


Hvernig er hægt að vera á móti samkynhneigðu fólki? Það er bara eins og að vera á móti fólki sem er með stórt nef, eða stór eyru. Nú eða fólki sem er með skollitað hár. Hverjum finnst mannvonska skemmtileg? Hver hefur áhuga á mannvonsku? Af hverju er sumt fólk að hugsa mikið um kynhneigð annars fólks? Ekki geri ég það. Ég styð réttindabaráttu samkynhneigðra, heilshugar. Finnst hræðilegt að hlusta á fólk tala illa um samkynhneigða, en vorkenni því um leið. Held reyndar að þeir sem tala hvað mest um samkynhneigða, og hvað verst, hafi eitthvað að fela, og séu líklega samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir, en geti ekki gengist við því. Sumir fela sig á bakvið biblíuna, aðrir á bakvið eitthvað annað, en það hlýtur að vera óþægilegt að lifa í felum. Forstöðumaður trúarsafnaðar í Reykjavík sagði við mig að það væri í raun allt í lagi að vera samkynhneigður á meðan viðkomandi myndi bæla niður hvatir sínar.

fimmtudagur, 10. desember 2009

sunnudagur, 6. desember 2009

Þórhallur darling


RE: Séð og Heyrt og Kastljós kvöldsins
Svanur Már Snorrason
Sent:
Thursday, November 26, 2009 10:57 PM
To:Þórhallur Gunnarsson ‎[thorhallur.gunnarsson@ruv.is]‎
Categories:

Þakka þér fyrir heiðarlegt svar, Þórhallur. Það geta öllum orðið á mistök.

Kær kveðja, Svanur

________________________________________
From: Þórhallur Gunnarsson [thorhallur.gunnarsson@ruv.is]
Sent: Thursday, November 26, 2009 10:47 PM
To: Svanur Már Snorrason
Subject: SV: Séð og Heyrt og Kastljós kvöldsins

Sæll Svanur og þakka þér fyrir póstinn.

Það eru mikil mistök af okkar hálfu að geta ekki heimilda enda var þetta ykkar skúbb!
Ég biðst innilegrar afsökunar.

Með kveðju,
Þórhallur
________________________________
Frá: Svanur Már Snorrason [svanur@BIRTINGUR.IS]
Sent: 26. nóvember 2009 22:39
Viðtakandi: Þórhallur Gunnarsson
Efni: Séð og Heyrt og Kastljós kvöldsins

Sæll vertu Þórhallur. Spyr þig eftir að hafa horft á frétt í Kastljósinu um Fíladelfíu og Friðrik Ómar í kvöld: Hefði ekki verið eðlilegt að geta heimilda, nefna að Séð og Heyrt er með þetta mál sem stærsta efni á forsíðu nýjasta blaðsins sem einmitt kom í verslanir í morgun?

Með kveðju,

Svanur Már Snorrason, blaðamaður Séð og Heyrt