mánudagur, 23. nóvember 2009
Mynd af húsi
Kalt úti
fimmtudagur, 12. nóvember 2009
EIRÍKUR JÓNSSON ER SKÁLD
Samtal við Matthías Johannessen (79):
Hún var hugguleg og kurteis stúlkan sem kom að mynda; ég hleyp nú undan myndum yfirleitt en hún var svo geðfelld að ég varpaði bara akkerum. Matthías um Rakel Ósk ljósmyndara.
Það er vont að vera settur á lífeyri á besta aldri, en það eru forréttindi fyrir rithöfunda, því þeirra starfsvettvangur er heima. Blaðamennska hefur verið mitt starf en það hefur verið mín gleði og lúxus að skrifa minn skáldskap. Ég held áfram að skrifa bækur og yrkja ljóð þegar þau koma í heimsókn. Það er að segja, ég lofa þessum fuglum að fljúga inn um gluggann þegar þeir eru búnir að syngja í trjánum í garðinum. Þá opna ég.
Talandi um lopapeysu. Þú veist að íslenska þjóðin hefur lifað af vegna þess að rollan hefur skaffað henni allt sem hún þarf, og svo þegar við héldum að við værum orðnir útlendingar og gleymdum torfkofanum þá hrundi hann yfir okkur. Er Eiríkur Jónsson, vinur minn, þarna?
MYNDIR: RAKEL ÓSK/ÚR SAFNI
laugardagur, 7. nóvember 2009
Séð og Heyrt Móment 10
„Ég vil allt eða ekkert."
Samband þeirra hafði gengið vel fram að þessari setningu hennar og hann gat ekki annað en hugsað með sér út í hvaða vitleysu hann væri kominn, eina ferðina enn. En svo rann það upp fyrir honum að flestar konur sem hann hafði kynnst koma með þessa setningu þegar aðeins er liðið á nýtt samband.
„Svona bull er konum eðlislægt, þetta er prófraun á styrk og vald. Þetta allt eða ekkert er bara kjaftæði. Öskraðu þetta út í óhamda náttúruna og hún gefur þér sama svar og ég: Lífið er fullt af öllu og engu en ef þú heldur að þú getir bara valið annað hvort áttu mikið ólært um lífið ... og mig."
Hún horfði á hann og í svip hennar var sambland af reiði, vonbrigðum og skilningsleysi. „Heldurðu að allar konur séu eins og þú eitthvað fullkominn með svar við öllu?"
Reiðin í spurningunni knúði hann til að særa: „Nei, þetta er bara þú. Það er allt í lagi með hinar."
Hún brást í grát, öskraði móðursýkislega: „Þú ert harðbrjósta og kaldur. Laus við rómantík og nú laus við mig."
Hann hugsaði með sér að nú yrði hann að leysa málið.
„Rómantík er eins og bleika og flotta kakan í veislunni; lítur vel út og allir fá sér sneið, en enginn tekur meira en einn bita. Sættu þig við að lífið er staðreynd og fólk lygið og vont. Í þeim sannleika finnurðu hamingjuna."
Hún þerraði tárin, starði opinmynnt á hann og sagði einfaldlega: „Ég elska þig."
Séð og Heyrt (44. tbl. 2009)