mánudagur, 27. apríl 2009

HvaleyrarVATN

Datt ekki afturábak, en á hesti var mér kastað af. Í mikilli blindu slóstu um mig skjaldborg og kveiðst ekki útkomunni. Báðar frænkurnar rýndu í drauma sem þær varla rámuðu í, en voru þó vissar, eftir nokkurn tíma, að hann boðaði gott. Tónleikahaldarinn var ánægður að heyra það, enda lagt mikið undir. Hugsanir sínar og athafnir næsta mánuðinn. Vildi taka áhættu, án hennar leið honum eins og persónu sem er kippt út úr kvikmyndahandriti rétt áður en tökur hófust. Svo fóru allir á Sólarlagsbarinn og fengu sér Egils bjór og Winston sígarettur.

Engin ummæli: