Var ekki einhver að tala um Rick Wakeman?
Og Viggó Sigurðsson.
Einnig vorið sem er í loftinu en ekki á jörðinni og öfugt. Mengunina. Kosningar og nýja Stones-lagið.
Nýja Stones-lagið mitt er Can´t You Hear Me Knocking en þó var One Hit To The Body í bílgræjunum núna áðan, sett í eftir að ég steig út úr versluninni með matvöru í poka. Kakósúpu, tvíbökur frá Akureyri og fylltar lakkrísreimar. 1595 krónur, var verðið og kurteis en eirðarlaus unglingurinn sem afgreiddi mig minnti mig á hversu stutt er síðan ég sjálfur var unglingur. Veit ekki hvers vegna en hugsunin kom upp núna.
Það er ekkert svo langt síðan Paul Young var vinsæll; sérstaklega vinsælt var lagið Come Back And Stay - og svo hélt hann utan um sjálfan sig í lok myndbandsins sem ég hef ekki séð í áraraðir.
Hélt utan - hélt utan um sjálfan sig - hélt utan.
Come back and stay..................
Engin ummæli:
Skrifa ummæli