föstudagur, 31. desember 2021

Normalbrauð


Finnst ég knúinn til að segja frá þessu: 


„Síðasti dagur ársins var líka síðasti dagur lífs míns.“

Höf: Jake Gyllenhaal



föstudagur, 18. júní 2021

Tvisvar


Hann hefur tvisvar orðið á vegi bensínbetlarans; honum vantar alltaf fimm lítra til að komast út fyrir höfuðborgina. Í raun ekkert meira um það að segja annað en að hann er með litað blátt hár og gengur um í snjóþvegnum gallabuxum og bol sem hann keypti í Costco í vetur.

laugardagur, 12. júní 2021

Numan, Gary Numan


Þegar ryksugan hóf í hitanum að sjúga græðgislega upp í sig óteljandi rykkornum báðust sum þeirra vægðar. Hún sagði þeim að hún væri til í að ræða málin.

mánudagur, 3. maí 2021

dust in the wind


sá Osama og ísbjörninn 

halda í sömu átt með svipað 

bros á vör

fimmtudagur, 18. mars 2021

I've seen many people, there are so many people

 


"- Já. Var það ekki Hæni Gagg sem sagði að dagarnir væru þungbærir, kvöldin léttlynd? Léttvín, takk, það væri fínt ..."

mánudagur, 15. febrúar 2021

Culture sucks down words

 


starfa stundum við þrif

þá í huganum fer til ólafsvíkur

þaðan á rif

mánudagur, 8. febrúar 2021

Tender


Frosnir kjúklingaleggir í matinn og smjörsýran er smurð ofan á normalbrauð fyrir þá vandlátu, tannþráðurinn notaður sem skeinipappír. Lífið er fallegt ...

fimmtudagur, 7. janúar 2021

Torfæra

 Tré stóðu í fætinum en svo var ekki um þá tvo sem gistu tjaldið.