mánudagur, 21. desember 2015

Símtal



Salman Sykurköttur gekk hratt yfir götuna því hann var hræddur við bíla og reiðhjól, sérstaklega gul og brún reiðhjól. 

Eftir að hann kom heim til sín ákvað hann að hringja í þriðja besta vin sinn, Kristmund Kattahrædda, og bjóða honum í heimsókn, enda var mánudagur og á mánudögum var Salman Sykurköttur yfirleitt einmana. 

Eiginkona Kristmundar Kattahrædda, Hrafntinna Hersir, svaraði í símann og sagði mann sinn ekki vera heima, hann hefði skroppið út í búð að kaupa kartöflur og handbolta, og væri væntanlegur eftir um það bil klukkustund.  

Salman Sykurköttur bað Hrafntinnu Hersi að koma áleiðis skilaboðum til Kristmundar Kattahrædda sem hún sagðist gera með ánægju.


fimmtudagur, 10. desember 2015