fimmtudagur, 23. febrúar 2012

stelpan í hamborgarasjoppunni


hversdagsleikinn er eins og seglbátur sem enginn vill kaupa né sökkva

en stelpan í hamborgarasjoppunni er sæt

setur lítið af grænmeti en mikið af sósu á borgarann og brosir þannig að

djúpsteikingarlyktin hverfur á augabragði

ég legg í stæðið og bölva því að eiga ekki tómatsósu í hanskahólfinu