
velkominn
taktu af þér
geymdu eitthvað af þessari rigningu
vertu eins og heima hjá þér
fátt betra en að látast vera heima
hugsa annarsstaðar
við engan að sakast
sökktu þér í sófann
ég sekk ofan í hyldýpið
sem aðskilur mig frá lífinu
nóg til í ísskápnum