fimmtudagur, 29. janúar 2009

Jólasnjór




Jólin koma brátt

Jólagjafirnar bíða við jólatréð

Allir heima óska þess að fá hvít jól

Ég lít út, það er jólasnjór

(Elísa Rún, samið rétt fyrir jólin 2008)


þriðjudagur, 27. janúar 2009

Lýsing á öpum


"Apar eru með mottuhár, sköllóttir og með bleikt andlit."


(Valur Áki, 27. janúar, 2009)

sunnudagur, 25. janúar 2009

Náttúran

Blómið
Grasið
Tréið
Steinninn
Náttúran
Höfrungurinn
Fiskurinn
Fólkið
Dýrið

Allt þetta er frá okkur til allra sem eiga trausta vini og þú hlýtur líka að eiga trausta vini

(Elísa Rún)

laugardagur, 24. janúar 2009

mánudagur, 19. janúar 2009

Viltu bæta við?



Dýr sopi, lafir, bætir ekki miklu við, starir. Hangir á strætóstoppistöðinni en ferð aldrei með vagninum. Má líkja við týnda soninn í helgu bókinni. Fjölgar sér, þau bæði vilja mikið um það tala, en reynsluleysið gerir mál þeirra léttvægt fundið. Hundsa innkaupapoka, finnast þeir alltof dýrir og svo lítið hægt að nota í annað en að bera vörur. Ársreikningar loftsins samþykktir, en ber að geta að þessi íbúð er ágæt en leigan á henni of dýr. Viltu ekki bara bjóða þig fram í herþjónustu í Angóla? Nei, ekki gera það, þetta er svo langt frá Argentínu en þangað hefur þig og mig alltaf langað. Förum. En ekki alveg strax. Eldum okkur nýru, lifur, hjörtu og nautalundir með smjörva og rauðkáli með aspasbragði. Babababababa, tralatrala, tralala...

Ps: Bakvið er margt að finna. Í geymslunni líka. en það er aldrei neinn tími. Samt er alltaf tími.

föstudagur, 16. janúar 2009

(hlustaá lagið) góð aferð


ég er ungfrúísland íljósasjóinu og fletti bragðmikillisamloku með brosávör og er að hugsa um að fámér kettling en bý í blokk

fimmtudagur, 1. janúar 2009

Snillingur


"Forsetinn er alveg rosalega leiðinlegur. Hann leyfir engum öðrum að tala. Forsetar leyfa engum að tala."


(Höf. Valur Áki, 1. janúar 2009)